Salka Sól Eyfeld og Steinn Jóhannsson - a podcast by RÚV

from 2019-02-24T12:40

:: ::

Salka Sól Eyfeld leik og söngkona sagði frá uppvextinum í Kópavogi, einelti sem hún varð fyrir í grunnskóla, hún flutti sig yfir í Tjarnaskóla og þar náði hún að blómstra. Hún fór til Englands í leik- og söngnám og þegar hún kom heim komu tækifærin eitt af öðru. Hún byrjaði að rappa, fór að syngja með reykjavíkurdætrum, fór að vinna í útvarpi og sjónvarpi og á tímabili vann hún aðeins of mikið og þurfti að draga sig að ákveðnu marki í hlé. Hún sagði frá fjölskyldunni, vinnunni með eineltið sem hún er á fullu að vinna í með því að heimsækja skóla og segja sögu sína. Salka er núna að leika Ronju ræningjadóttur í þjóleikhúsinu sem hún segist elska mest af öllu. Steinn Jóhannsson sagði frá sínu lífi og starfi en hann er núverandi rektor menntaskólans við Hamrahlíð. Hann sagði frá uppvextinum í sveitinni, námsárum í Bandaríkjunum, áhuganum á íþróttum og ýmsu fleiru, Hann fer á reiðhjóli til og frá vinnu daglega og segir það sína jógastund að hjóla.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV