Unnur Jökulsdóttir og Baldur Öxdal - a podcast by RÚV

from 2018-02-04T13:40

:: ::

Unnur Þóra Jökulsdóttir sagði frá uppvextinum í Flóanum og Reykjavík, skólagöngunni og árunum á skútunni Kríu með þáverandi sambýlismanni Þorbirni Magnússyni en samtals voru þau 5 ár á siglingu um heiminn og eru til tvær bækur um það ferðalag. Hún sagði frá lífi sínu og starfi eftir að hún kom úr heimsreisunni en Unnur hefur skrifað nokkrar bækur síðan, sú nýjasta heitir Undur Mývatns og fyrir hana hlaut Unnur íslensku bókmenntaverðlaunin á dögunum. Hún sagði frá tilurð bókarinnar, samvinnunni með Árna Einarssyni sem teiknar vatnslitamyndir í bókinni ásamt Margaret Davies. Baldur Öxdal veitingamaður sagði frá lífi sínu og starfi og því þegar hann ákvað að læra að verða matreiðslumaður og síðar konfektgerðarmaður. Hann hefur verið í íslenska landsliðinu, rak kaffihúsið í Ráðhúsi Reykjavíkur um árabil en rekur nú veitinarstaðinn Lindina á Laugarvatni. Hann er áhugamaður um veiði, helst skotveiði ásamt því að vera mikill áhugamaður um varðveislu gamalla húsa en hann er einmitt að gera upp eitt slíkt á Bakkafirði gamla kaupfélagshúsið og hyggst opna þar ferðaþjónustu á næstu misserum.

Further episodes of Sunnudagssögur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV