Fimmtudagur 03.10.2019 - a podcast by Útvarp 101

from 2019-10-03T18:00

:: ::

Fortíðar fimmtudagur: Tónlist frá árinu 1991, viðtöl og freestyle.

1. Viðtal við Kristínu Eysteinsdóttur, Borgarleikhússtjóra. Hún sagði frá þeim nýjungum sem munu eiga sér stað í Borgarleikhúsinu á leikárinu 19-20. Hún ræddi um mikilvægi þess að skoða hverjir væru ekki að koma í leikhús og hvernig væri hægt að koma til móts við þá hópa. Einstaklingar undir 25 ára fá leikhúskort á 50% afslætti og sýningar verða textaðar með pólskum og enskum texta. Sviðið Umbúðalaust var opnað og er það hugsað sem svið fyrir unga listamenn til að gera tilraunir.

2. Ari Ma. Freestyle og spjall um innblástur, tungumálin og viðfangsefnin í rappinu. Ari Ma freestyleaði fyrst árið 2011 og hefur æft sig í því síðan þá. Í fyrst skipi í sögu 101 freestyle-ar einhver í beinni útsendingu, ekki nóg með það heldur gerði Ari það á 6 tungumálum; ensku, þýsku, frönsku, taílensku, spænsku og ensku.

3. Tryggvi Rúnar Brynjarsson er dóttursonur Tryggva Rúnars, eins dómþolanna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hann fjallaði um hvað væri búið að gerast í málinu núna nýlega og stiklaði á stóru á sögunni. Dómþolar, þeir 6 sem voru ranglega sakaðir fyrir hvarf Guðmundar og Geirfinns, hafa verið beitir miklu ranglæti af hálfu kerfisins og leita þeir og aðstandendur þeirra nú réttar sins, mörg hver ekki í fyrsta skipti.

Further episodes of Tala saman

Further podcasts by Útvarp 101

Website of Útvarp 101