Refir - a podcast by RÚV

from 2021-12-12T08:05

:: ::

Vinnslan á þessum þætti er orðin þannig að ég er alltaf að hugsa um hvað gæti verið gaman að tala um, hvað veit ég lítið um en væri til í að vita meira. Hvað gæti öðrum fundist gaman að heyra meira um? Oft kemur eitthvað fram í samtölum sem hljómar áhugavert, annað, eins og umræðuefni þáttarins í þetta skiptið, kemur bara eins og elding í hausinn á mér. Eins og til dæmis refir. Ég hugsaði um allar ferðirnar í húsdýragarðinn þar sem ég beið inn í dimmum helli að vonast eftir því að sjá litla refi með eigin augum. En mundi ekki hvort það hefði nokkurtíman gerst. Svo kannski er þátturinn einhverskonar leit mín að refnum. Því ef við þekkjum betur að hverju við leitum, er líklegra að við loks finnum það. Ég náði í skottið á Esteri Rut Unnsteinsdóttur sem veit líklegast hvað mest um refi á Íslandi til að segja okkur allt um málið.

Further episodes of Þú veist betur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV