Tímaflakk með Bergsson og Blöndal, 100. þáttur, 02.02.2020 - a podcast by RÚV

from 2020-02-02T15:02

:: ::

Þá lokkum við ykkur aftur til fortíðar í 100 sinn og það er sannarlega af nógu að taka. Við höldum okkur við upphaf febrúarmánaðar og árin okkar í þessum þætti eru 1954 en þá hélt Repúblikanaflokkurinn upp á 100 ára afmæli. 1964 en það er árið sem Bókasafn Akraness varð 100 ára. 1974 og það ár voru liðin 100 ár frá stofnun Kvennaskólans í Reykjavík og svo er það árið 1984 - og hver fagnaði 100 ára afmæli það ár? Jú það gerði Listasafn Íslands sem var jú stofnað árið 1884 í Kaupmannhöfn af Birni Bjarnasyni sem síðar varð sýslumaður Dalamanna og alþingismaður. Við höldum upp á 100 þáttinn með því að skella okkur aftur til ársins 1954. Tímaflakk með Bergsson og Blöndal er alla sunnudaga kl. 15.02 á Rás 2

Further episodes of Tímaflakk með Bergsson og Blöndal

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV