Tímaflakk með Bergsson og Blöndal 12. maí 2019 - a podcast by RÚV

from 2019-05-12T15:02

:: ::

Að þessu sinni skoðum við dagana í kringum 12. maí á þeim árum sem enda á fimm. Vissuð þið t.d. að í þessari viku árið 1985 lagði lögreglan hald á 1300 lítra af bruggi sem fannst í íbúð í miðborg Reykjavíkur og að árið 1975 var fyrsti bankinn opnaður í Breiðholtinu? Það var Verslunarbanki. Þann 14 maí árið 1965 var leikritið Sú gamla kemur í heimsókn frumsýnt í Iðnó. En við byrjum 12 maí árið 1955 þegar Morgunblaðið greindi frá því að fyrstu kríurnar væru komnar í Tjarnarhólmann. Það var kalt. norðangarri og þriggja stiga hiti. Ætli greyin hafi velt því fyrir sér að snúa aftur við? Tímaflakkið með Bergsson og Blöndal er alla sunnudaga kl.15.02 á Rás 2

Further episodes of Tímaflakk með Bergsson og Blöndal

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV