Tímaflakk með Bergsson og Blöndal 15. desember 2019 - a podcast by RÚV

from 2019-12-15T15:02

:: ::

Já við erum föst í fortíðinni og ætlum að þessu sinni að fara til áranna 1960, 1970, 1980 og 1990. Árið 1990 var sagt frá því að 11 manna sendinefnd frá Reykjavíkurborg væri á leið í heimsókn til listamannsins Erró í París og árið 1980 kvartaði lögreglan yfir því að partý hald í Reykjavík hefði verið svo svakalegt þá um helgina að helst hefði mátt jafna því við Gamlárskvöld! Þrisvar á einni nóttu þurfti að reka drukkið fólk upp úr Vesturbæjarlauginni. Árið 1970 nam Franco á Spáni úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt borgaranna til handtöku án dóms og laga og 1960 bað austur þýskur sjómaður af togara í Reykjavíkurhöfn um pólitískt hæli á Íslandi. Tímaflakk með Bergsson og Blöndal er alla sunnudaga kl. 15.02 á Rás 2

Further episodes of Tímaflakk með Bergsson og Blöndal

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV