Tímaflakkið - 1964, 74, 84 og 94 - a podcast by RÚV

from 2018-04-08T13:00

:: ::

Dagarnir í kringum 8 apríl árin 1964, 74, 84 og 94 voru sannarlega viðburðarríkir. Árið 64 ríkti Bítlaæði og Bítlarnir áttu því 5 lög á topp 10 í Bandaríkjunum. Ótrúlegur árangur. Á sama ári mátti sjá mynd af nýjustu flugfreyjunni á forsíðu Mánudagsblaðsins og kostum hennar líst. 1974 var þjóðin plöguð af verkföllum og 1984 voru allir að tala um Albert Guðmundsson og hundinn hans, hana Lucy. Árið 1994 gekk allt út á borgarstjórnarkosningar og þar kom Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eins og stormsveipur til sögunnar.

Further episodes of Tímaflakk með Bergsson og Blöndal

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV