Alþjóðlegur dagur jazztónlistar - a podcast by RÚV

from 2020-04-30T16:05

:: ::

Víðsjá er í dag helguð djasstónlist en í dag er Alþjóðlegur dagur djasstónlistar. Sent verður beint út frá Kaldalóni í Hörpu þar sem flutt verður lifandi tónlist og rætt um djasstónlist. Hljómsveit hússins í dag er skipuð þeim Kristjönu Stefánsdóttur, Andrési Þór Gunnlaugssyni, Sunnu Gunnlaugs, Þorgrími Jónssyni og Einari Scheving. Einnig verður tekið á móti góðum gestum sem tala um djass. Gestir þáttarins verða Bragi Ólafsson, Ellen Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Bragadóttir, Jakob Frímann Magnússon og Pétur Grétarsson. Þátturinn verður einnig sýndur í sjónvarpi á Ruv-2 og honum verður líka streymt á menningarvef Ríkisútvarpsins.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV