Arvo Pärt, Miles Davis og Eyþór, Útsending og Ó - a podcast by RÚV

from 2020-02-25T17:05

:: ::

Í Víðsjá dagins verður haldið í heimsókn í miðstöð sem helguð er eistneska tónskáldinu Arvo Pärt og leynist í skógi skammt utan við Tallinn, höfuðborg landsins. Þar tók starfsfólk miðstöðvarinnar og sonur tónskáldsins á móti hópi norræns og baltnesks útvarpsfólks í síðustu viku. Greint verður frá heimsókninni og miðstöðinni í þætti dagsins, en hún er sú eina sinnar tegundar sem helguð er arfleifð núlifandi tónskálds. Um þessar mundir eru fimmtíu ár liðin frá útkomu hljómplötunnar Bitches Brew með bandaríska trompetleikaranum Miles Davis. Platan markaði tímamót á ferli Davis, og raunar í gjörvallri sögu jazztónlistar. Davis og félagar fóru í nýjar og óvæntar átti á plötunni, blönduðu saman tilraunakenndri jazztónlist, rokki og ,,síkadelíu", svo nokkuð sé nefnt. Tónlistarmaðurinn Eyþór Gunnarsson heimsækir Víðsjá í dag og rifjar með hlustendum upp þetta tímamótaverk. Leikhúsrýnin verður á sínum stað, Snæbjörn Brynjarsson fjallar í dag um Útsendingu sem Þjóðleikhúsið frumsýndi fyrir helgina, Og bók vikunnar að þessu sinni er skáldsagan Ó - Um þegnrétt tegundanna í íslenskri náttúru eftir Hauk Má Helgason. Hlustendur heyra í Hauki í þættinum í dag. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV