Bach, Þýskur krókódíll, Ungverjaland og dans - a podcast by RÚV

from 2020-03-03T17:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Benedikt Kristjánsson tenorsöngvara en hann flytur á morgun Jóhannesarpassíu Bachs í óvenjulegri útgáfu þar sem undirleikur er aðeins í höndum slagverksleikara og orgelleikara sem einnig leikur á sembal. Flutningurinn fer fram í Hallgrímskirkju annað kvöld en útgáfa þessi hefur fengið mikið lof í Þýskalandi og Hollandi og til stendur að tónlistarfólkið flytji hana víða um lönd í framhaldinu. Einnig verður í þættinum í dag fjallað um nýja kennsluskrá, skrá yfir skyldulesningu, sem gefin hefur verið út í Ungverjalandi þar sem ýmsir helstu höfundar þjóðarinnar koma ekki við sögu. Þeirra á meðal er Imre Kertész sem var fyrstur Ungverja til að hljóta Nóbelsverðlaun í bókmenntum, árið 2002, verðlaun sem hann hlaut ekki síst fyrir skáldsögu sína Örlögleysi, þar sem fjallað erum lífið í fangabúðum nasista. Nýji listinn hefur vakið athygli, og umtal, enda stjórnvöld í Ungverjalandi afar umdeild, málið verður rætt í Víðsjá í dag, gestur þáttarins verður Benedikt Hjartarson, prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um um sjálfsævisöguna Þýski krókódíllinn eftir þýska rithöfundinn ljoma Mangold en hún vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2017. Mangold hefur komið til Íslands á bókmenntahátíð og er þekktur höfundur og menningarblaðamaður í Þýskalandi. Og Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi fjallar í dag um Rhythm of Poison, glænýtt verk eftir finnska danshöfundinn Elinu Pirinen, sem Íslenski dansflokkurinn frumsýndi á Nýja sviði Borgarleikhússins á föstudag. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV