Barnabókaverðlaun, Waiting Room, Handke - a podcast by RÚV

from 2021-04-28T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður greint frá því hvaða höfundar hljóta Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, en verðlaunin voru afhent í þremur flokkum bóka fyrir börn og ungmenni í Höfða í dag. Rætt verður við höfundinn sem fékk verðlaunin fyrir bestu frumsömdu bókina á liðnu ári. Víðsjá heimsækir líka Harbinger sýningarrýmið við Freyjugötu í Reykjavík og ræðir þar við þær Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Dögg Mósesdóttur og Rakel McMahon um sýningu þeirra Waiting Room. Og bók vikunnar hér á Rás eitt að þessu sinni er skáldsagan Hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir austuríska Nóbelsverðlaunahöfundinn Peter Handke en bókin kom nýlega út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar. Hlustendur heyra í Árna í Víðsjá í dag og þeir heyra líka stutt brot úr verkinu.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV