Beethoven, John le Carré, Oddný Eir, sjálfsmyndir - a podcast by RÚV

from 2020-12-16T16:05

:: ::

Víðsjá fagnar í dag 250 ára afmæli tónskáldsins Ludwigs van Beethoven þegar Kordó-kvartettinn leikur fyrir hlustendur göldróttan kafla úr einu af síðustu meistaraverkum tónskáldsins á sviðinu í Salnum í Kópavogi. Kvartettinn, skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, ætlaði að fagna fæðingarafmælinu með tónleikum þar í kvöld, en flytur þess í stað kafla úr strengjakvartett opus. 132 fyrir hlustendur Víðsjár. Einnig verður í Víðsjá í dag fjallað um enska rithöfundinn John le Carré sem andaðist á laugardag, 89 ára að aldri. Rætt verður við Óttarr Proppé verslunarstjóra um höfundarverk þessa merka rithöfundar. Sjálfsmyndir frá 19. öld koma við sögu og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur ávarpar hlustendur undir skammdegissól. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV