Dansljóð í Smáralind, rauðar varir, Voice of America, Hversdagssafnið - a podcast by RÚV

from 2022-02-24T16:05

:: ::

Dagar ljóðsins er heilmikil ljóðlistahátíð sem nú fer fram í Kópavogi. Hún hófst um síðustu helgi í með afhendingu Ljóðstafs Jóns úr Vör og heldur áfram til næsta laugardags. Meðal þess sem er á dagskrá er flutningur á dansverki í Smáralind, en Saga Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, ásamt danshópnum FORWARD mun flytja verkið The Mall, á laugardag. Við förum í Smáralindina í þætti dagsins. Við rifjum líka upp upphaf áttatíu ára gamallar útvarpsstöðvar, sem enn er á lífi, en er reyndar meira en útvarpsstöð í dag. 79 dögum eftir að Bandaríkin drógust inn í seinni heimsstyrjöldina með árásinni á Perluhöfn hófust útsendingar Voice of America til Þýskalands þar sem átti, með áherslu á sannleikann og bandarísk gildi, að hafa áhrif á samtöðuna hjá óvinaþjóðinni. Síðar blandaðist Voice of America inn í dagskrárgerð þessarar stofnunar, Ríkisútvarpsins, á meðan bandarískt herlið var í landinu. Að gefnu tilefni ætlum við að fjalla um rauðar varir. Á miðnætti verður öllum samkomutakmörkunum aflétt og nú er ekki lengur skylda að nota andlitsgrímur. Þetta þýðir auðvitað margt, og meðal þess er sú staðreynd að við getum aftur farið að mála á okkur varirnar. Varalitir hafa verið læstir ofan í skúffu síðan grímur yfirtóku líf okkar, en ekki lengur, nú getum tekið varalitina fram á ný. Við förum yfir sögu varalitsins í þætti dagsins. Og við fáum sendingu frá Spæjarastofu Hversdagssafnsins í dag, en að þessu sinni fjallar þær Björg Sveinbjörnsdóttir, Vaida Bra?i?nait? og Anna Sigríður Ólafsdóttir á spæjarastofunni, um svokölluð þröskuldarrými. Rými sem þjóna þeim tilgangi að færa mann frá einum stað á annan. Og þær ætla að skoða andlegu þröskuldarrými í hversdeginum. Biðstofu hugans: sem getur t.d. verið bið eftir barni, bið eftir áfanga, bið eftir nýju hlutverki og biðin sem margir kannast við um þessar mundir: biðin eftir Covid. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV