Dillonshús, Chaminade, hljóðbókavæðing, Fjöruverðlaun - a podcast by RÚV

from 2021-03-09T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að efnisskrá tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudag og sagt frá frönsku tónlistarkonunni og tónsmiðnum Cécile Chaminade en Emilía Rós Sigfúsdóttir leikur einleik í verki hennar, Concertino, á tónleikunum. Á föstudag birtist í Fréttablaðinu grein undir yfirskriftinni ,,Musteri ástarinnar þarf að komast aftur heim." Greinin fjallar um hið sögufræga Dillons-hús sem eitt sinn stóð á horni Suðurgötu og Túngötu en var flutt í Árbæjarsafn fyrir rúmlega hálfri öld, árið 1960. Höfundar greinarinnar vilja að húsið verði flutt á sinn upprunalega stað, og nota nokkuð stór orð í sínum málflutningi, tala meðal annars um útlegðardóm, fórn á altari blikkbeljunnar og Árbæjar-Gúlagið, svo nokkuð sé nefnt, auk þess sem þeir rekja merka sögu hússins. Í Víðsjá í dag verður hugað að gömlum húsum og staðsetningum þeirra, viðmælendur í þættinum verða Magnús Skúlason, arkitekt, og Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri og útvarpsmaður. Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar í pistli dagsins um hljóðbækur og streymisvæðingu menningar. Og Fjöruverðlaunin koma við sögu í Víðsjá í dag, en þau voru afhent í Höfða í gær við hátíðlega athöfn á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Hlustendur heyra brot úr viðtölum við þá höfunda sem hlutu verðlaunin fyrir bækur sínar í gær.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV