Dyngja, Dunce, Jólaboðið - a podcast by RÚV

from 2021-12-01T16:05

:: ::

Við sækjum sagnfræðinginn og rithöfundinn Sigrúnu Pálsdóttir heim í þætti dagsins. Sigrún hlaut á dögunum bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2021 fyrir bókina Delluferðin sem kom út fyrir tveimur árum árum, en á þessu ári kom út ný bók eftir hana sem ber heitið Dyngja. Fyrir skemmstu kom út annað hefti tímaritsins Dunce. Dunce fjallar um dans og gjörningalist og stefnt er að því að tímaritið komi út árlega. Í þetta sinn tekur ritið fyrir skissur og skrásetningu gjörninga og dansverka, og sérstaklega hvernig skissuvinna nýtist listamönnum í sköpunraferlinu. Helga Dögg Ólafsdóttir, grafískur hönnuður og Sóley Frostadóttir, ritstjóri, verða gestir Víðsjár í dag. Og Snæbjörn Brynjarsson fjallar um Jólaboðið í Þjóðleikhúsinu, nýtt leikverk eftir Gísla Örn Garðarsson og Melkorku Teklu Ólafsdóttur í leikstjórn Gísla Arnar.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV