Fangelsi, Yassan, Simone de Beauvoir og ljóð fyrir þjóð - a podcast by RÚV

from 2020-05-05T16:05

:: ::

Efni Víðsjár í dag: Danska ljóðskáldið Yahya Hassan andaðist í síðustu viku, aðeins 24ra ára að aldri. Hassan sló í gegn árið 2013 með fyrstu ljóðabók sinni sem bar nafn höfundar. Aldrei áður hafði fyrsta ljóðabók höfundar selst svo vel í Danmörku, en hún hefur verið prentuð í á annað hundrað þúsund eintaka og þýdd á fjölmörg tungumál. Í ljóðum sínum gagnrýndi Hassan samfélag múslima harðlega, hann var sjálfur múslimi, og þurfti vernd lögreglu eftir útgáfu bókarinnar og ýmis ummæli sem hann lét falla í fjölmiðlum. Í nóvember á síðasta ári kom út bókin Yahya Hassan 2 en fyrir hana hlaut Hassan tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Fjallað verður um Yahya Hassan í Víðsjá í dag og rætt við rithöfundinn Eirík Örn Norðdahl. Einnig verður í Víðsjá í dag rætt við Olgu Bergmann og Önnu Hallin um listaverkabókina Fangelsið og verk sem þær unnu fyrir fangelsið á Hólmsheiði. Þórdís Gísladóttir rithöfundur fjallar um nýlega ævisögu Simone de Beauvoir eftir Kate Kirkpatrick. Og hlustendur heyra einnig að venju ljóð fyrir þjóð. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV