Florian Schneider úr Kraftwerk, lýðræði og maístjarnan - a podcast by RÚV

from 2020-05-07T16:05

:: ::

Víðsjá í dag er að mestu leyti tileinkuð þýsku hljómsveitinni Kraftwerk en annar stofnenda hennar, Florian Schneider, andaðist í síðustu viku, 73ja ára að aldri. Hljómsveitin var stofnuð í Düsseldorf árið 1970, hún var frumkvöðull á sviði raftónlistar og er án ef ein áhrifamesta hljómsveit allra tíma. Á árunum 1974-1981 sendi hljómsveitin frá sér plötur sem höfðu áhrif á tónlistarfólk í fjölmörgum greinum, syntapoppi, hipphoppi, teknói, ambíent-tónlist og nýbylgju, svo nokkuð sé nefnt. Hermann Stefánsson rithöfundur veltir í pistli dagsins fyrir sér þversögnum lýðræðis. Einnig verður greint frá tilnefningum til Maístjörnunnar, ljóðabókaverðlauna Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands - Háskólasafns, en tilkynnt verður í Gunnarshúsi í dag hvaða bækur eru tilnefndar fyrir árið 2019, verðlaunin verða síðan afhent í fjórða sinn síðar í mánuðinum. Og hlustendur heyra að venju ljóð fyrir þjóð. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV