Fyrsti sendiherrann, Berglind María og Sjálfstæða myndlistarsenan - a podcast by RÚV

from 2021-10-11T16:05

:: ::

Víðsjá 11. október 2021 Fyrsti sendiherra á Íslandi 1919-1924 er heiti nýrrar bókar eftir Jakob Þór Kristjánsson alþjóðastjórnmálafræðing en þar er fjallað um sendiherratíð hins danska Johannesar Erhardts Böggild á Íslandi en hann kom hingað skömmu eftir að Ísland varð fullvalda og tók þátt í breytingum á samskiptum Íslands og Danmerkur í kjölfar þeirra atburða. Jakob Þór verður tekinn tali um bókina í Víðsjá dagsins. Berglind María Tómasdóttir gaf út plötuna Ethereality nú á dögunum og af því tilefni mætir hún í tónlistarhornið Heyrandi nær hjá Arnljóti Sigurðssyni með plötuna í farteskinu og leysir frá skjóðunni um útgáfuna auk þess sem hlustendur fá nasaþef af væntanlegum tónlistarævintýrum hennar. Víðsjá forvitnast líka um listamannarekin myndlistarrými og stöðu þeirra í myndlistarlífi landsmanna en í síðustu viku voru stofnuð samtök aðila sem standa í að halda úti slíkri starfsemi. Gestir Víðsjár verða tvær konur sem þekkja vel til slíkrar starfsemi, Ingibjörg SIgurjónsdóttir og Sunna Ástþórsdóttir. Umsjón: Guðni Tómasson.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV