Gamlar konur detta út um glugga, Sontag, Tetra-Pak. - a podcast by RÚV

from 2020-05-13T16:05

:: ::

Í Víðsjá dagsins verður sagt frá bókinni Gamlar konur detta út um glugga en hún hefur að geyma örsögur eftir rússneska rithöfundinn Danííl Kharms. Kharms fæddist í Pétursborg árið 1905 og er í seinni tíð talinn einn fremsti höfundur absúrdbókmennta í hinum vestræna heimi. Það eru þau Áslaug Agnarsdóttir og Óskar Árni Óskarsson sem þýða sögurnar, og þau verða gestir Víðsjár í dag. Þórdís Gísladóttir segir frá bókinni Mayhem: A Mamoir eftir Sigrid Rausing sem segir frá því hvernig það var að alast upp í einni af tuttugu ríkustu fjölskyldum heims sem byggði auð sinn á Tetra Pak drykkjarfernu-framleiðslu. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um nýútkomna ævisögu Susan Sontag eftir Benjamin Moser. Auk þess verður rifjuð verður upp 80 ára gömul ræða úr breska þinginu sem lengi verður vitnað til í sögubókum.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV