Grímsey, kínversk ljóðlist, sýndarveruleiki og Eydís Blöndal - a podcast by RÚV

from 2021-09-22T16:05

:: ::

Í Víðsjá dagsins verður hugað að Miðgarðskirkju í Grímsey sem brann í nótt og fanga leitað í safni Ríkisútvarpsins um lífið í eyjunni fyrr á tíð. Rætt verður við Hjörleif Sveinbjörnsson þýðanda um bókina Meðal hvítra skýja en hún hefur að geyma vísur frá Tang-tímanum í Kína á árunum 618-907. Hjörleifur hefur þýtt þessar fornu og heillandi vísur en á þessu tímabili náði kínversk ljóðlist áður óþekktum hæðum og teljast ljóðin til bókmenntagersema heimsins. Og einnig verður spurt í Víðsjá: Getur verið að við búum í sýndarveruleika? Það er stór spurning sem fræðingar og heimspekingar hafa velt fyrir sér í þónokkurn tíma en sú hugmynd hefur heldur betur fengið byr undir báða vængi á síðastliðnum árum í tengslum við ofurtölvur og skammtafræðilegar tölvur. Þessi tilteknu fræði verða til umræðu uppi í Háskóla nú á fimmtudaginn. Það verður heimspekingurinn Benjamin B. Olshin heldur fyrirlesturinn Heimspeki veruleikans: Vandinn við hermialheima - við tökum hann tali í þætti um veruleikann dagsins. Og loks fjallar Gauti Kristmannsson um nýja ljóðabók Eydísar Blöndal Ég brotna hundarð prósent niður. Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV