Hagþenkir, Samkynhneigt ástand, Blinda - a podcast by RÚV

from 2020-03-04T17:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við nýjan handhafa viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, en hún verður afhent í Þjóðarbókhlöðunni á fimmta tímanum í dag. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit og námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna 10 höfunda og rit sem þykja framúrskarandi og til greina koma, tíu höfundar voru tilnefndir í febrúar, einn þeirra hefur verið valinn og heimsækir Víðsjá í dag. Einnig verður í þætti dagsins rætt við Særúnu Lísu Birgisdóttur þjóðfræðing um hvaða áhrif það hafði á samfélag samkynhneigðra karlmanna á Íslandi þegar erlent herlið kom til landsins í fyrri heimsstyrjöld, en Særún Lísa flutti fyrirlestur um þessi mál hjá Sagnfræðingafélagi Íslands í gær, og kallaði: „Og svo kom Kaninn“. Snæbjörn Brynjarsson fjallar um barna-leikhússýningarnar Hans Klaufa sem er á fjölunum í Tjarnarbíói og Karíus og Baktus sem sýnd er í Kaldalónssal Hörpu. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Blinda eftir portúgalska Nóbelsverðlaunahöfundinn José Saramago. Bókin kom út á frummálinu árið 1995 og var þýdd á íslensku árið 2000 af Sigrúnu Ástríði Eiríksdóttur. Þar segir frá sérkennilegum faraldri sem breiðist út og blindar þá sem smitast og því hvernig samfélagið bregst við. Hlustendur heyra í Sigrúnu í Víðsjá í dag. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV