Halldór Armand, Jan Myrdal, Oddný Eir, Frelsun dýranna - a podcast by RÚV

from 2020-11-03T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag meðal annars rætt við Halldór Armand rithöfund um nýútkomna skáldsögu hans, sem nefnist Bróðir. Í þættinum verður einnig fjallað um eitt af höfuðritum dýrasiðfræðinnar, Animal liberation frá árinu 1975, eftir ástralska heimspekinginn Peter Singer. Bókin hefur síðan verið endurútgefin á fjölmörgum tungumálum og er oft kölluð biblía dýraverndunarsinna, grænmetisæta og grænkera. Rætt er við Benjamín Sigurgeirsson þýðanda bókarinnar í þætti dagsins. Sænski rithöfundurinn, kvikmyndagerðarmaðurinn og aktívistinn Jan Myrdal andaðist á föstudag, 93ja ára að aldri. Myrdal var einn afkastamesti rithöfundur Svía og raunar Norðurlanda, hann hafði sterkar pólitískar skoðanir, og hafði mikil áhrif með skrifum sínum og framgöngu. María Kristjánsdóttir leikstjóri og leikhúsgagnrýnandi segir frá Myrdal í þættinum í dag. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Jarðnæði eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Þetta er bók sem kom út árið 2011 og hlaut góðar viðtökur, fyrir hana hlaut Oddný meðal annars Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins árið 2014, bókin var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2011 og Oddný hlaut Fjöruverðlaunin fyrir þessa bók árið 2012. Hlustendur heyra í Oddnýju í Víðsjá í dag.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV