Haraldur Jónsson, Nabokov, valdarán - a podcast by RÚV

from 2021-01-07T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Árna Óskarsson sem hefur þýtt á íslensku skáldsöguna Örvæntingu eftir Vladimir Nabokov. Farið verður í heimsókn í BERG Contemporary - galleríið og rætt við Harald Jónsson myndlistarmann um sýningu hans, Ljósavél. Og Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur, flytur pistla í Víðsjá á fimmtudögum í janúar og spáir í hið nýbyrjaða ár 2021, strauma, stefnur, og hneigðir. Hún spyr í dag: Hvenær og hvernig tekst gera valdarán? Atburðirnir í Washington í gær kalla á sögulegan samanburð, yfirskriftin hjá Kristrúnu í þessum fyrsta pistli er Sigur lýðræðisins á valdaráni, hún spyr meðal annars í Víðsjá í dag: Hvað er valdarán? Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV