Hljóðmyndir, Sjálfið, Högni Egilsson - a podcast by RÚV

from 2021-06-16T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður rætt við Högna Egilsson tónlistarmann um sköpun kvikmyndatónlistar en tónlist Högna spilar stóra rullu í þáttaröðinni Kötlu sem Baltasar Kormákur leikstýrir og frumsýnd verður á streymisveitunni Netflix á morgun, 17. Júní. Í bíó er hið sjónræna yfirleitt sett í aðalhlutverk en á viðburðinum HljóðMyndum er boðið upp á nokkuð óvenjulega upplifun í bíósal þar sem slökkt er á myndvarpanum og hljóðlistin fær að njóta sín. Í Víðsjá í dag heyrum við í Þórönnu Dögg Björnsdóttur og Curver Thoroddssen, listrænum stjórnendum þessa viðburðar. Og Kristín Eiríksdóttir rithöfundur heldur áfram að velta fyrir sér margskonar skrifum í pistlum sínum í Viðsjá og í dag er hún með hugann við sjálfið. Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV