Hlöðufell, Recondestruction, Einlægur önd, gáleysi bílaiðnaðarins - a podcast by RÚV

from 2021-12-14T16:05

:: ::

Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður sýnir nú verk sín í Hverfisgalleríi á sýningu sem hann kallar Recondestruction. Þar er að finna ljósmyndaseríu, myndir sem teknar eru af skúlptúr sem unnin var úr braki úr snjóflóði sem féll á skíðaskála við Siglufjörð. Arkitektúr nýrrar byggingar sem stendur við Breiðafjörð, á Skarðsströnd í Dalasýslu, hefur vakið athygli langt út fyrir landssteinana. Byggingin sem kallast Hlöðurberg artist studio hefur birst á listum arkitektatímarita fyrir einstaka hönnun sína en húsið er byggt á rústum gamallar hlöðu og í algjörum samhljómi við náttúruna umhverfis það. Það er arkitektateymið Studio Bua sem stendur á bak við hönnun hússins og við fáum annan helming þess í heimsókn til okkar í dag, Sigrúnu Sumarliðadóttur. Gréta Sigríður EInarsdóttir fjallar um nýja skáldsögu Eiríks Arnar, sem nefnist Einlægur önd. Snorri Rafn Hallsson, pistlahöfundur í Vín, heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Pistill dagsins fjallar um hvað við getum lært af viljandi gáleysi bílaiðnaðarins í Bandaríkjunum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV