Hönnun og skilaboð, tómur miðbær, Íslensk kvikmyndagerð og Dimmumót - a podcast by RÚV

from 2020-03-25T17:05

:: ::

Víðsjá 25.03.2020 Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að hönnun og skilaboðum til fjöldans vegna veirufaraldursins, en í því sambandi verða Búi Bjarmar Aðalsteinsson hönnuður og Borghildur Sturludóttir tekin tali. Boðið verður upp á svipmynd úr fámennri miðborg Reykjavíkur. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um A History of Icelandic Film eftir Steve Gravestock, nýútkomna bók eftir einn af skipuleggjendum kvikmyndahátíðarinnar í Toronto, þar sem leitast er við að segja sögu íslenskrar kvikmyndagerðar. Bók vikunnar að þessu sinni á Rás 1 er ljóðabókin Dimmumót eftir Steinunni Sigurðardóttur. Hlustendur heyra í Steinunni í þætti dagsins en hún var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina á síðasta ári. Og áfram verður haldið að flytja ljóð fyrir þjóð, þar sem Baldur Trausti Hreinsson les Til eru fræ eftir Davíð Stefánsson. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV