Hrafn, María Magdalena, Hakan Günday, Eiríkur Örn - a podcast by RÚV

from 2020-04-29T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag er meðal annars rætt við Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóra sem leikstýrir ljóðaflutningi í nýrri þáttaröð sem hefur göngu sína í sjónvarpinu í kvöld, undir yfirskriftinni Úr ljóðabókinni, þar sem þekktir íslenskir leikarar, rithöfundar og tónlistarmenn flytja íslensk ljóð og þýdd, auk þess sem um þau er fjallað. Einnig verður kíkt á nýjan vef Kvikmyndasafns Íslands, Ísland á filmu, þar sem hægt er að njóta gamalla lifandi mynda. Hermann Stefánsson rithöfundur flytur pistil þar sem María Magdalena og ritskoðun koma við sögu. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Meira eftir tyrkneska rithöfundinn Hakan Günday. Bókin kom út í Tyrklandi árið 2013 og hefur farið sigurför um heiminn, fyrir hana hefur höfundurinn unnið til fjölda verðlauna og henni meðal annars líkt við Blikktrommu þýska rithöfundarins Günters Grass og skáldsögur rússneska rithöfundarins Fjodors Dostojevskis. Sagan kom út í íslenskri Friðriks Rafnssonar í fyrra. Hlustendur í Friðriki í þætti dagsins. Og hlustendur heyra einnig að venju ljóð fyrir þjóð. Hilmir Jensson leikari les ,,Ljóð um hvernig ég ímynda mér betri heim eftir Eirík Örn Norðdahl.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV