Laxness, Sigurbjörg Þrastardóttir, varalitur - a podcast by RÚV

from 2020-12-01T16:05

:: ::

Efni Víðsjár í dag: Frá og með deginum í dag verða allir lestrar Halldórs Laxness sem til eru í safni RÚV aðgengilegir almenningi. Lestrarnir eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við dætur skáldsins, þær Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, í tilefni af 90 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Þessi gjöf til þjóðarinnar verður rædd í Víðsjá í dag, en einnig verður meðal annars rætt um samskipti Nóbelsskáldsins og Ríkisútvarpsins í gegnum tíðina, sem oft voru skrautleg. Gestir þáttarins verða Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri og dóttir skáldsins, Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Halldór Guðmundsson ævisagnaritari Laxness. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár rýnir í dag í sagnasafnið Mæður geimfara eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. Og Víðsjá setur líka á sig rauðan varalit í dag, að gefnu tilefni, og rifjar um leið upp sögu þessa litla en stórhættulega og stórmerkilega fyrirbæris. Varalitur í Víðsjá í dag. Umsjón: Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV