Manfred Peter Hein, Beethoven og Heimilisrými og almannarými - a podcast by RÚV

from 2020-03-24T17:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um tímaferðalög sem öll fara fram innan húss. Sigurlín Bjarney Gísladóttir rithöfundur heldur áfram að flytja Hugleiðingar um undarlega tíma, pistil dagsins kallar Sigurlín Bjarney Heimilisrými og almannarými. Hugað verður að strengjakvartettum Beethovens og útsetningum á þeim fyrir stóra strengjasveit. Gauti Kristmannsson fjallar í dag um bókina Fährten in Zeitdämmerareal - eða upp á íslensku - Ferðir á tímarökkurssvæði sem er glæný ljóðabók eftir þýska skáldið Manfred Peter Hein sem hefur búið og starfað í Finnlandi í sex áratugi. Hein er margverðlaunað skáld og yrkir í sömu hefð módernisma og Paul Celan og fleiri svokölluð „hermetísk“ skáld. Tvær bóka hans hafa verið þýddar á íslensku og hann hefur komið til Íslands nokkrum sinnum og ort ljóð um íslensk efni. Einnig verður komið við á bílskúrsþaki í Vesturbænum þar sem hljómsveitin Atería hélt tónleika fyrir gesti og gangandi á dögunum. Og hlustendur heyra í dag Ljóð fyrir þjóð. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV