Marga hildi háð, Hafnarborg, Skugga-Sveinn, Sviðslistamiðstöð - a podcast by RÚV

from 2022-02-21T16:05

:: ::

Í gallerí Port sýnir Hildur Ása Henrýsdóttir skúlptúr, olíuverk og vatnslitaverk á sýningu sem hún kallar Marga hildi háð. Á sýningunni er að finna sjálfsævisöguleg verk þar sem listakonan veltir fyrir sér áhrifum áfalla, vonlausra stefnumóta og pressu neyslusamfélagsins á sjálfmyndina. Líkamar togna og bogna og leysast upp í verkum Hildar, kannski sem viðbragð við kerfum sem gera lífið flóknara en það þyrfti að vera. Meira um verk Hildar hér undir lok þáttar. Við hittum líka í þættinum Friðrik Friðriksson sem er framkvæmdastjóri nýrrar Sviðslistamiðstöðvar Íslands sem stofnsett var í fyrra, en í um það bil áratug hefur verið kallað eftir stofnun hennar. Sviðslistamiðstöð er ætlað að starfa að vexti og viðgangi íslenskra sviðslista innanlands og utan, skapa tengsl, áhuga og umræðu um sviðslistir. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir lagði leið sína í Hafnarfjörðinn að skoða sýningu Hallgerðar Hallgrímsdóttur, ?Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun ? III. hluti?, sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands og býður áhorfendum upp í athyglisverðan könnunarleiðangur um ljósmyndamiðilinn. Og annar af tveimur leikhúsrýnum okkar hér í Víðsjá, Eva Halldóra Guðmundsdóttir, brá sér norður í Vetrarfríinu og skellti sér að sjálfsögðu á frumsýningu á uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Skugga-Sveini. Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV