Margrét Blöndal, Ari Ólafsson, Svartagallsraus og Tjarnarbíó - a podcast by RÚV

from 2020-09-03T16:05

:: ::

Víðsjá heimsækir í dag i8 gallerí og ræðir við Margréti Blöndal myndlistarkonu um sýningu hennar Loftleik sem að opnuð verður þar í galleríinu síðdegis. Einnig verður litið inn í Tjarnarbíó og rætt við Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra og Sindra Þór Sigríðarson, markaðsstjóra, um leikárið framundan og skapandi vinnu á undarlegum tímum. Ari Ólafsson, ungtenór, heldur sína fyrstu klassísku tónleika á Íslandi í Salnum Kópavogi á sunnudaginn. Ari er að ljúka námi við The Royal Academy of Music í London og hefur verið ráðinn tímabundið hjá óperunni í Gautaborg á næsta ári. Ari verður gestur Víðsjár í dag. Og Gauti Kristmannsson flytur pistil um svartagall að hausti. Umsjón Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV