Megas, net-myndllist, minningar, Ína - a podcast by RÚV

from 2020-04-07T18:05

:: ::

Víðsjá fagnar í dag 75 ára afmæli Megasar. Hlustendur heyra af því tilefni brot úr viðtali sem Eiríkur Guðmundsson átti við Megas í apríl árið 2012 og flutt var í þættinum Komdu með mér og ég skal sýna þér sólina setjast fyrir fullt og allt. Sunna Ástþórsdóttir veltir í þættinum í dag fyrir sér net-myndlist, upphafi og þróun þeirra greinar. Sigurlín Bjarney Gísladóttir rithöfundur flytur hlustendum hugleiðingu um undarlega tíma og veltir fyrir sér minningum og gildi þeirra, þegar hún grefur upp poka fullan af minningum á heimili sínu. Bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er skáldsagan Ína eftir Skúla Thoroddsen, hlustendur heyra í höfundi í Víðsjá í dag. Og hlustendur heyra einnig ljóð fyrir þjóð en að þessu sinni er það Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona sem les ein á sviði ljóðið ,,Já víst er sárt", eftir sænsku skáldkonuna Karin Boye í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV