Mother Melancholia, Jón Kaldal, Muggur, sérstöðupunkturinn - a podcast by RÚV

from 2021-11-30T16:05

:: ::

Nýverið fundust ljósmyndir Jóns Kaldals af verkum Muggs á háalofti í borginni. Muggur lést árið 1924 og nokkrum árum síðar, hóf góðvinur hans í Kaupmannahöfn, Poul Uttenreitter að gera bók um Mugg og var Jón Kaldal fenginn til að að taka ljósmyndir af verkunum. Bókin kom út árið 1930 og hafði að geyma æviágrip Muggs og myndir af flestum verka hans. Ljósmyndirnar sjálfar rötuðu svo til frænda Muggs, þar sem þær virðast hafa farið ofan í kassa, og nú, tæpri öld síðar fundust þær í dánarbúi frændans, og þaðan rötuðu þær til Sveins Þórhallssonar listaverkasala sem ætlar að sýna myndirnar um næstu helgi. Snorri Rafn Hallsson, dagskrárgerðarmaður og textasmiður í Vín heldur áfram pistlaröð sinni um möguleika og ómöguleika tækninnar. Í pistli dagsins beinir Snorri sjónum sínum að Sérstöðupunktinum, því augnabliki þegar tæknin tekur fram úr okkur og við missum stjórnina. Við heyrum í tónlistarkonunni Sóleyju Stefáns hér á eftir en hún er nýkomin heim af tónleikaferðalagi um Bretland og meginland Evrópu og kynnti nýjustu plötuna sína. Mother Melancholia er fjórða breiðskífa Sóleyjar en innblástur hennar er fjöldasjálfsmorð mannkynsins og tortíming lífs af völdum kapítalisma og eitraðrar karlmennskuSóley leitar jafnframt á nýjar slóðir í hljóðheimi plötunnar þar sem hún leikur sér að bjöguðu og ópitchuðu hljóði sem skapa fagurfræðileg óþægindi en theremin, analog synthar og mellotron eru meðal þeirra hljóðfæra sem koma við sögu.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV