Nashyrningarnir, Hið íslenska gítartríó, Níu líf - a podcast by RÚV

from 2021-03-24T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Benedikt Erlingsson leikstjóra, en Þjóðleikhúsið frumsýnir á föstudag leikritið Nashyrningana eftir fransk-rúmenska leikskáldið Eugene Ionesco í leikstjórn Benedikts. Leikritið var fyrst sýnt árið 1959 og fór í kjölfarið sigurför um heiminn, verk sem fjallar mögulega um múgsefjun og múgsálir, verk sem hefur verið sett upp oft og víða, enda margir þeirrar skoðunar að það spyrji enn áleitinna og ögrandi spurninga. Í Víðsjá verður einnig forvitnast um nýja útgáfu Hins íslenska gítartríós á nýjum verkum nokkurra íslenskra tónskálda fyrir þrjá gítara. Og Snæbjörn Brynjarsson leikhúsgagnrýnandi þáttarins fjallar í dag um leiksýninguna 9 líf sem fjallar um líf og list Bubba Morthens en hún fer aftur á fjalir Borgarleikhússins eftir nokkurt hlé í apríl.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV