Nína Tryggva, Picasso stuldur, misskipting auðs og Ást á elliheimili - a podcast by RÚV

from 2021-07-01T16:05

:: ::

Ert þú góð manneskja? Það er spurningin sem leikkonan Sara Rut Arnardóttir spyr sjálfa sig og áhorfendur í einleiknum Ást á elliheimili sem fluttur verður á Reykjavík Fringe Festival í næstu viku. Einleikurinn er tragískur gamanleikur sem byggir á 9 ára reynslu höfundar í ummönnunarstarfi. Sara Rut segir frá einleiknum í Víðsjá dagsins. Við förum líka til Grikklands þar sem stolin myndlist fannst á dögunum. Árið 2012 var nokkrum myndlistarverkum stolið af ríkislistasafninu í Aþenu en þau hafa nú verið endurheimt. Þar á meðal er verk eftir Pablo Picasso sem hann gaf grísku þjóðinni eftir síðari heimsstyrjöld. Við hringjum í Jón Proppé listfræðing og ræðum við hann um Picasso og listaverkaþjófnað. Í Víðsjá í dag verður hugað að nýju safni utan um verk Nínu Tryggvadóttur sem Reykjavíkurborg áætlar að stofnsetja, en tilkynnt var um þær áætlanir á dögunum. Rætt verður við Hjálmar Sveinsson, formann menningar- íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar. Og loks flytur Halldór Armand Ásgeirsson hlustendum pistil um endalok rómverska lýðveldisins, íslenskar auðlindir og söluna á Íslandsbanka. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Jóhannes Ólafsson.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV