Níu líf Bubba, She Said og Sinfó sjötug - a podcast by RÚV

from 2020-03-10T17:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að leikritinu Níu líf sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu á föstudag en það er helgað ævi og höfundarverki Bubba Morthens. Rætt verður við leikstjórann, Ólaf Egil Egilsson, og einn af leikurum sýningarinnar, Aron Má Ólafsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands verður send kveðja en hljómsveitiin varð sjötug í gær, 9. mars. Og Björn Þór Vilhjálmsson fjallar í dag um bækurnar She Said eftir Jodi Kantor og Megan Twohey, og Catch and Kill eftir Ronan Farrow, blaðamennina sem fyrstir flettu ofan af Harvey Weinstein, og hrintu þannig #metoo hreyfingunni af stað. Í bókunum er rannsóknarstarfinu við vinnslu fréttarinnar um Weinstein lýst, og því hversu gríðarflókið og vandasamt það reyndist að afhjúpa áratugalangan kynferðisbrotaferil kvikmyndaframleiðandans. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV