Nýjar raddir, strengjakvartettar, Hnútar, Karl Ágúst - a podcast by RÚV

from 2021-05-11T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Önnu Hafþórsdóttur sem gaf á dögunum út skáldsöguna Að telja upp í milljón. Þetta er fyrsta skáldsaga Önnu sem hefur áður sent frá sér smásögur og ljóð. Sagan er önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2021. Einnig verður í þætti dagsins rætt við tónskáldin Gunnar Karel Másson og Ásbjörg Jónsdóttur um sköpun strengjakvartetta en þau eiga bæði ný verk á tónleikum í Salnum í kvöld þegar strengjakvarettinn Siggi frumflytur fjögur ný íslensk tónverk. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar í sjónlistapistli dagsins um fyrirferðarlitla en áhugaverða sýningu í Hafnarhúsinu, sýningin nefnist Öllum hnútum kunnug og hverfist um reipagerð í tveimur ólíkum birtingarmyndum ? köðlum annarsvegar og netum hinsvegar. Sýningin er hluti af HönnunarMars en verður sett upp aftur í Norræna húsinu síðar í mánuðinum. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Eldur í höfði eftir Karl Ágúst Úlfsson.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV