Þóra, Balzac, afhelgu, Egla - a podcast by RÚV

from 2021-01-21T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars hugað að málþingi sem Listfræðafélag Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir á laugardag til heiðurs Þóru Kristjánssdóttur, listfræðingi, en hún var valin fyrsti heiðursfélagi Listfræðafélags Íslands árið 2020. Málþingið verður öllum aðgengilegt á netinu. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, formaður Listfræðafélagsins, verður tekin tali um Þóru og verk hennar. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur hugsar um árið 2021 í Víðsjá á fimmtudögum í janúar, spáir í strauma og stefnur á hinum ýmsu sviðum mannlífsins. Í dag fjallar Kristrún um afhelgun alls og spyr: Hvert er stefnt með því? Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Brostnar væntingar eftir franska rithöfundinn Honoré de Balzac en þetta mikla verk kom út í íslenskri þýðingu Sigurjóns Björnssonar fyrir jólin. Og kvöldsagan á Rás 1 um þessar mundir er Egils saga, Víðsjá fylgist með lestrinum og skoðar söguna frá ýmsum sjónarhornum, í dag ræðir Torfi Tulinius um ráðgátuna Egil Skallagrímsson, persónueinkenni hans, skáldskap, og fleira.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV