Plöntutíð, Flanerí og stjórnsýsla menningar og lista - a podcast by RÚV

from 2021-09-01T16:05

:: ::

Víðsjá miðvikudaginn 1. sept 2021 Í Víðsjá í dag verður hugað að hljóðvappinu Flanerí en það eru hljóðgöngur um sögu og samtíma í hlaðvarpsformi sem Aðalbjörg Árnadóttir og Snorri Rafn Hallsson standa að, ásamt fleirum. Einnig verður Erling Jóhannesson forseti Bandalags íslenskra listamanna gestur þáttarins en bandalagið hefur á undanförnum dögum sett fram hugmyndir sínar um bætta og markvissari stjórnsýslu lista og menningar í íslensku stjórnkerfi. Þá verður Andrea Elín Vilhjálmsdóttir tekin tali um sviðslistahátíðina Plöntutíð sem fram fer núna um helgina en á henni er hægt að fara í hljóðgönguna BRUM í Heiðmörk þar sem þáttakendur hlusta sig inn í skóginn. Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Guðni Tómasson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV