Rilke, Bjargey, My Dark Vanessa og Maístjarnan - a podcast by RÚV

from 2020-05-27T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Benedikt Hjartarson bókmenntafræðing sem þýtt hefur skáldsöguna Minnisblöð Malte Laurids Brigge eftir Rainer Maria Rilke. Bókin kom fyrst út árið 1910 og var eina skáldsaga Rilkes, sem var eitt af fremstu ljóðskáldum Evrópu á 20. öld. Benedikt segir frá þessari merku bók og þessu merka skáldi í Víðsjá í dag en þýðing hans kemur út í Lærdómsritaröð Hins íslenska bókmenntafélags í næsta mánuði. Einnig verður slegið á þráðinn til Seyðisfjarðar en í Skaftfelli er Bjargey Ólafsdóttir að sýna verk sín þessa dagana. Ljósmyndasýningu sína kallar Bjargey Tíru en hún fer í framhaldinu einnig á Neskaupsstað. Björn Þór Vilhjálmsson fjallar um My Dark Vanessa eftir Kate Elizabeth Russell sem út kom í síðasta mánuði og hefur þegar vakið mikla athygli fyrir umfjöllun sína um kynferðisofbeldi og margflókna stöðu fórnarlambsins. Og Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafns, verða afhent í dag, hlustendur Víðsjár heyra í nýjum verðlaunahafa í þættinum í dag. Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV