Royal Albert Hall, Robinson, Stríð og kliður, fréttaljósmynd - a podcast by RÚV

from 2021-03-29T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rifjuð upp vígsla og saga tónleikasalarins Royal Albert Hall í London en í dag eru 150 ár liðin frá opnun hans. Við sögu í Víðsjá í dag kemur einnig ljósmynd sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins á fimmtudag en hún var tekin á blaðamannafundi sem forvígismenn ríkisstjórnarinnar héldu þar sem þeir kynntu stórhertar sóttvarnaraðgerðir í kjölfar fjölgunar smita. Í tónlistarhorninu Heyrandi nær skoðar Arnljótur Sigurðsson að þessu sinni farsælan feril bandarísku tónlistarkonunnar Sylviu Robinson frá því hún byrjaði sautján ára gömul og þar til hún olli straumhvörfum sem einn af brautryðjendum hip hop tónlistar. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um bókina Stríð og kliður eftir Sverri Norland sem er nýkomin út en í henni glímir höfundur við ýmsar stærstu spurningar samtímans.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV