Rushdie, Handke, Djöfulgangur, heiðríkja - a podcast by RÚV

from 2021-04-13T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um grein sem rithöfundurinn Salman Rushdie birti á dögunum í tilefni af 40 ára afmæli skáldsögunnar Miðnæturbörn, sem kom út árið 1981 og gerði Rushdie heimsfrægan á einu augabragði. Í greininni fjallar Rushdie um tilurð skáldsögunnar, aðferðir og aðföng og sömuleiðis um breyttan veruleika á Indlandi. Kaffihúsið Mokka verður heimsótt og þar rætt við Þórdísi Claessen um sýningu hennar þar sem heitir Djöfulgangur og heiðríkja. Og Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi Víðsjár fjallar í dag um skáldsöguna Hið stutta bréf og hin langa kveðja eftir austurríska Nóbelsverðlaunahöfundinn Peter Handke en bókin kom á dögunum út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV