Rússneskar bókmenntir, bréfalúgur og hugleiðingar um atvinnu í Víðsjá - a podcast by RÚV

from 2022-01-11T16:05

:: ::

Mánudagur til mæðu og þriðjudagur til þrautar, en við lok vinnuvikunnar munum við uppskera með lukku og sælu, eða hvað? Snorri Rafn Hallsson, heimspekingur staðsettur í Vínarborg, fjallaði hér í pistlaseríu á haustmánuðum um áhrif tæknivæddrar veraldar á líf okkar. Nú á vormánuðum mun hann taka fyrir fyrirbærið ATVINNU. Hvenær varð þetta hugtak til og hvernig hefur fyrirbærið þróast í gegnum tíðina. Það má segja að í dag sé vinnan ekki aðeins nauðsyn heldur líka umbun í sjálfu sér, miðpunktur lífisins og mögulega sjálfsins. En til hvers erum við að þessu og viljum við hafa þetta svona? Heyrum hugleiðingar Snorra Rafns um vinnu hér á eftir. Við tökum okkur líka merkilega bók í hönd, hún heitir Sögur Belkíns og er þekkt safn smásagna eftir Alexander Pushkin sem nú er komið út í nýrri íslenskri þýðingu Rebekku Þráinsdóttur. Sögurnar komu út fyrst árið 1831, á látlausan en meitlaðan máta er þar sagt frá einvígum, draugasamkomu, misskilningi í ástum og óvæntum endalokum. Við ræðum við Rebekku um Puskin og sögur Belkíns í síðari hluta víðsjár. Bréfalúgan, er hún á hverfandi hveli? Hver veit, hún er allavega uppspretta skemmtilegra pælinga sem urðu að lágmyndum í bronsi í höndum listamannsins Baldvins Einarssonar. Við kíkjum niður í bæ.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV