Santa Barbara, Dagur Hjartarsson, Skáldkonur fyrri alda, Óskilamunir - a podcast by RÚV

from 2021-12-02T16:05

:: ::

Ragnar Kjartansson opnar næstkomandi laugardag, 4. desember, sýningu í splunkunýju samtímalistasafni í miðborg Moskvu. Verk Ragnars er opnunarverk þessa nýja listasafns, sem kallast GES-2, en það er staðsett í ríflega aldargömlu orkuveri, sem áður knúði sprovagnakerfi borgarinnar, og sem nú hefur verið umbreytt í stærðarinnar menningarmiðstöð af arkitektinum Renzo Piano. Líkt og oft í verkum Ragnars þá er það sköpunarferlið sjálft sem er kjarni verksins, en það kallast Santa Barbara, eftir samnefndri bandarískri sápuóperu, sem byrjað var að sýna í rússneska sjónvarpinu viku eftir hrun sovétríkjanna. Verkið, sem Ragnar vinnur í samstarfi við Ásu Helgu Hjörleifsdóttur kvikmyndaleikstjóra, snýst um að endurgera Santa Barbara sápuóperuna, í listasafninu, með stórum hópi rússneskra leikara og tæknifólks. Sýningin er engin smá smíði, en Ragnar lýsir henni sem tilfinningalegum skúlptur í viðtali við Guðna Tómasson sem við hlýðum á í þætti dagsins. Einnig fáum við rýni frá Gauta Kristmannssyni í þætti dagsins, en hann mun að þessu sinni fjalla um Óskilamuni eftir Evu Rún Snorradóttur. Og við heyrum vangaveltur Dags Hjartarsonar um listsköpun, hvaða galdur gerist þegar hugmyndir kvikna og listaverk fæðast, og getur gervigreind skapað góðan texta? Dagur leitar svara við þessum gátum í dag, til dæmis með því að gera tilraunir með höfundarverk Jóns Kalmans. Elín Sigurðardóttir og Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum voru báðar fæddar fyrir þar síðustu aldamót og búsettar í Þingeyjarsveit. Þorgerður Ása brá sér aftur í heimsókn til Magneu Þuríðar Ingvarsdóttir sem heldur úti Facebook síðunni Tófan, ljóða- og fræðasetur og rýndu þær í þetta sinn í ljóðabækur þessara þingeysku kvenna.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV