Seigla, Harpa, Ljósmynd - a podcast by RÚV

from 2022-01-20T16:05

:: ::

Víðsjá heimsækir Hafnarborg í dag og ræðir við Hallgerði Hallgrímsdóttur sem þar er að setja upp ljósmyndasýningu sem tekst á við ljósmyndamiðilinn sjálfan og tæknilegar og fagurfræðilegar hliðar hans. Sýninguna kallar Hallgerður Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun ? III. Hluti Væntanlegt barnarými á jarðhæð Hörpu gefur börnum tækifæri til að upplifa tónlist á margvíslegan hátt. Kyrrð og mýkt í bland við leyndardóma og uppgötvanir einkenna rýmið. Skynjun mannseyrans á hljóðum og tónar náttúrunnar er meðal þess sem gestir fá að kynnast í þessu notalega rými. Hönnunarteymið Þykjó stendur að verkefninu og leyfði Víðsjá að taka stöðuna á ferlinu. Einn starfsmanna Hörpu, Melkorka Ólafsdóttir, og Sigríður Sunna Reynisdóttir, verða fyrir svörum. Og Víðsjá hittir líka Gjörningaklúbbinn, en hann skipa myndlistarkonurnar Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir. Við hittum þær stöllur í versluninni Norr á Hverfisgötu, en þar sýna þær feminísk verk á sýningu sem heitir Seigla. Umsjón: Guðni Tómasson

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV