Sjálfsvorkunn, grátur, Sagnfræðistofnun HÍ og söngleikurinn Fimm ár - a podcast by RÚV

from 2021-09-02T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður rætt við rithöfundinn Ingólf Eiríksson um glænýja skáldsögu sem kemur úr í dag þann annan september og nefnist Stóra bókin um sjálfsvorkunn. Ingólfur hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2021 fyrir bókina. En áður hefur hann gefið út ljóðsöguna KLÓN hjá Máli og menningu og ljóðabókina Línuleg dagskrá í seríu Meðgönguljóða hjá Partus Press. Svo ætlar Sigurlín Bjarney Gísladóttir að byrja að rekja hlustendum hugleiðingar sínar um grát og tár í pistli sínum en Sigurlín Bjarney mun fjalla um þetta efni í Víðsjá á fimmtudögum aðra hverja viku næstu vikurnar. Í fyrsta pistli veltir hún fyrir sér þessu fyrirbæri sem geta runnið og jafnvel spýst úr augnkirtlum okkar. Guðmundur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, verður tekinn tali um afmælissýningu Sagnfræðistofnunar sem opnuð verður í dag í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar en stofnunin heldur upp á 50 ára afmæli sitt þessa dagana. Og að endingu verður farið í heimsókn í Hof á Akureyri þar sem söngleikurinn Fimm ár eftir Jason Robert Brown verður sýndur í kvöld en kemur síðan til sýninga í Tjarnarbíói á næstu dögum. Við heyrum í Viktoríu Sigurðardóttur Stefaníudóttur og Rúnari Kristni Rúnarssyni sem leika og syngja í þeirri sýningu.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV