Stolin list, listaverkagjöf, gjörningur á auglýsingaskiltum - a podcast by RÚV

from 2022-01-10T16:05

:: ::

Víðsjá slær á þráðinn í Listasafn Íslands til að forvitnast um vinnu við að taka á móti nýrri glæsilegri listaverkagjöf í safneignina, en tilkynnt var um það á dögunum að verk sem áður voru í eigu hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar muni fljótlega bætast við safnið. Hlustendur heyra brot úr gömlum viðtölum við Þorvald sem var alltaf kenndur við fyrirtæki sitt Síld og fisk og Harpa Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Íslands og Dagný Heiðdal varðveislu og skráningarstjóri safnins verða teknar tali. Fyrir nokkrum dögum var sýndur hér á RÚV fyrsti þáttur af þremur í þáttaröðinni Stolin list. Í þáttunum er fjallað um hverjir eru réttmætir eigendur menningarlegra listmuna, en stór hluti menningararfs margra fyrrum nýlenduþjóða er til sýnis á söfnum fyrrum nýlenduherra. Mörg landanna hafa sóst eftir að endurheimta minjarnar en í flestum tilvikum krefst það áralangrar baráttu, líkt og við þekkjum úr okkar eigin sögu, í tilfelli handritanna. Við ræðum við höfunda þáttann í dag, þá Þorkell S. Harðarson og Örn Marinó Arnarson Um hátíðarnar þurftum við óvænt að brjóta heilann um það hvers vegna ekki væri verið að mata okkur á auglýsingum á rafrænum auglýsingaskiltum borgarinnar, en skiltin birtu mynstur sem ekkert áttu skylt við neysluvörur. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um upplifun sína af hinu dularfulla auglýsingahléi fyrstu fimm daga þessa árs, sem kom á daginn að var áhrifaríkur myndlistargjörningur.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV