Sumarnótt, Didda, JÁ/NEI, bólusetningar - a podcast by RÚV

from 2021-05-06T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður Ragnar Kjartansson myndlistarmaður heimsóttur á vinnustofuna en sýning hans Sumarnótt (Death Is Elsewhere) verður opnuð í Listasafni Íslands á morgun. Skáldið Didda heldur áfram að tala um listina að þrífast. Í dag flytur hún sinn fjórða og síðasta pistil að sinni, við sögu hjá henni í dag kemur annað skáld, Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum. Víðsjá heimsækir einnig í dag Auði Lóu Guðnadóttur myndlistarkonu í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur en í D-sal safnsins stendur nú yfir sýning hennar JÁ/NEI sem Auður Lóa ætlar að segja áhugasömum gestum safnsins frá í kvöld. Og bólusetningar koma við sögu að gefnu tilefni í Víðsjá í dag.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV