The Queen is Dead, Diskótek, Endurminningin - a podcast by RÚV

from 2021-05-27T16:05

:: ::

Í Víðsjá í dag verður meðal annars fjallað um hljómplötuna The Queen is Dead með ensku hljómsveitinni The Smiths en um þessar mundir eru 35 ár liðin frá útkomu hennar. Þetta var þriðja hljóðversplata hljómsveitarinnar og hún er mörgum talin vera ekki aðeins merkasta plata The Smiths, heldur ein af bestu plötum níunda áratugarins. Rætt verður við Kjartan Guðmundsson kennara og tónlistaráhugamann um plötuna í Víðsjá í dag. Víðsjá leggur einnig leið sína í Hafnarborg í Hafnarfirði og tekur þar tali myndlistarmanninn Arnfinn Amazeen en um helgina verður opnuð þar sýning hans sem Arnfinnur kallar Diskótek. Og Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur heldur áfram að fjalla um mótsagnir í sögu og samtíð, í dag fjallar Halldór um endurminninguna, það hvernig okkur dreymir um veröld sem var ekki, gullöldina sem var ekki okkar.

Further episodes of Víðsjá

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV